Keeps

Stýring á myndasafni fyrir ferðageirann

Keeps þróar hugbúnaðarlausn sem gerir ferðaþjónustuaðilum kleift að halda utan um allar myndir og texta á einum stað og deila því þaðan á helstu sölusíður. Lausnir Keeps snúa að einföldun ferla í utanumhaldi á efni og deilingu efnis fyrir markaðssetningu. Í dag eru ferðaþjónustuaðilar að uppfæra myndir og upplýsingar handvirkt á hverri sölusíðu, eins og Expedia, booking.com og Tripadvisor sem er mjög tímafrekt og veldur því að markaðssetningu eru ekki sinnt og hefur áhrif á sölu og sýnileika. Með Keeps verða þessir ferlar sjálfvirkir sem eru í senn tímasparandi og söluaukandi og ýta undir sjálfbærni. Keeps vinnur nú hörðum höndum að því að bæta við eiginleikum við kerfið og innan skamms geta notendur tímasett myndir í birtingu þess að t.d. norðurljósamyndir birtist á því sölutímabili og detta svo úr sýningu fyrir sumarið. Ásamt því verður fljótlega hægt að sjá hvar misræmi er á upplýsingum og myndum á milli sölusíða. Stofnendur Keeps eru Guðrún Hildur Ragnarsdóttir og Nína Louise Auðardóttir.
keeps.is
Stofnað
2023
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.