e1

Deilihagkerfi sem sameinar aðgang að rafbílahleðslum um land allt

e1 appið sameinar aðgang að hleðslustöðvum fyrir rafbíla um land allt. e1 tengir saman rafbílaeigendur og eigendur hleðslustöðva, hvort sem er stærri þjónustuaðila, fyrirtæki, húsfélög eða heimili og auðveldar þannig aðgang að hleðslustöðvum hvar sem er. Hleðslustöðvareigendur, einkaaðilar og/eða fyrirtæki, skrá hleðslustöðvar sínar í e1 hleðslunetið, ákveða verð og aðgangsstýringu að stöðvunum og e1 sér svo um greiðslumiðlun, rukkar notendur í gegnum e1 appið og leggur tekjurnar inn á eigendur stöðvanna mánaðarlega. e1 appið býður notendum upp á betra aðgengi að hleðslustöðvum í eigu margra þjónustuaðila í einu appi sem og gagnsæi í verðlagningu á hleðsluþjónustu um land allt.
e1.is
Stofnað
2020
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.