Disact

Byltingakenndar lausnir til greininga, meðhöndlunar og forvarna gegn myglu, bakteríu og veira í húsnæði og vistarverum með það að markmiði að bæta innivist, loftgæði og heilsu bygginga á sjálfbæran og hagkvæman hátt.

DISACT ehf. er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina og leysa myglu- og rakavandamál. Disact sameinar vísindi, tækni og sérfræðiþekkingu til að greina vandann hratt og skila markvissum lausnum sem bæta innivist og styrkja heilbrigði vistarvera og fasteigna. Fyrirtækið notar hraðvirka greiningaraðferð þar sem niðurstöður liggja fyrir innan 24 klukkustunda. Disact mælir magn myglugróa og sveppaþráðagna til að meta raunverulegt mygluástand og heilbrigði byggingar og greinir einnig ofnæmisvaldandi öragnir sem hafa bein áhrif á heilsu og gefa skýra mynd af gæðum innivistar. Kjarni þjónustunnar byggir á þremur öflugum lausnum: 1. Ástandsskoðun: Skjót og nákvæm greining á ástandi húsnæðis 2. Meðhöndlun: Vistvæn myglu- og sótthreinsiþoka með langvarandi virkni, studd innlendum og erlendum rannsóknum. 3. Eftirfylgni/forvörn: ActivePure-lofthreinsitækni, sem dregur verulega úr óæskilegum örverum og bakteríum og bætir loftgæði strax.
Disact.is
Stofnað
2023
Fyrsta aðkoma sjóðsins
Eitt af 11 félögum í átaki sjóðsins árið 2025
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.