Circular Library Network
Útlánstjórnkerfi sem gerir samfélögum kleift að deila og fá lánaða ýmsa hluti með það að markmiði að draga úr sóun og styðja við sjálfbæra framtíð.
Circular Library Network ehf. er íslenskt tæknifyrirtæki sem þróar þá innviði sem samfélög og stofnanir þurfa til að reka deilistöðvar. Fyrirtækið útvegar IoT-rafbúnað og stýringarkerfi í skýjalausn sem breytir hefðbundnum skápum og geymslueiningum í fullvirka útláns/deilistöðvar, sem gerir fólki auðvelt að fá aðgang að verkfærum, búnaði og aðra muni í sínu nærumhverfi. Lausnin er hönnuð með einfaldleika og sveigjanleika að leiðarljósi og getur t.a.m. nýst hjá bókasöfnum, sveitarfélögum, húsfélögum, háskólum og félagasamtökum. Með rekjanleika, aðgangsstýringu og gagnadrifnum rekstri styrkir Circular Library Network hringrásarhagkerfið og dregur úr sóun. Með Circular Library Network geta notendur fengið lánaða muni hvenær sem er og gerta rekstraraðilar fjartengst sinni deilistöð. Fyrirtækið vinnur markvisst að því að hjálpa samfélögum að byggja upp sjálfbær deilikerfi og hefur þegar innleitt tækni sína í mörgum löndum. Vaxandi notkun í Evrópu styður við áframhaldandi útbreiðslu.
Circularlibrary.network