ArcanaBio
Greining á lífmerkjum úr munnvatni til forvarna og betri heilsu
ArcanaBio er íslenskt djúptæknifyrirtæki sem er að þróa ný greiningartæki og kerfi sem notast við örljósatækni og gervigreind sem greina heilsutengd próteinmerki í munnvatni, án hvarfefna. Þessi nýja tækni gerir sígreiningar á heilsu fólks mun hagkvæmari en núverandi aðferðir og opnar jafnframt á nýja möguleika á fyrirbyggjandi og einstaklingsbundinni heilsuvernd og betra eftirliti með sjúkdómum. Tæknin bíður upp á að taka oftar sýni, vikulega jafnvel daglega heima fyrir. Niðurstöðurnar tengjast síðan gervigreindarkerfi sem hjálpar fólki að fylgjast betur með eigin heilsu en einnig til að styðja við jákvæðari heilsuvitund til lengri tíma. Til að byrja með mun tæknin fókusa á lykilþætti almennrar heilsu, eins og streitu, bólgur, ónæmiskerfi, heila og öldrun, en seinna meir með fókus á fleiri klínískar sjúkdómsgreiningar. Markmið ArcanaBio er að búa til einstaklingsmiðaða heilbrigðistækniþjónustu sem fylgist reglulega með stöðu líkamans, viðheldur heilsu og heilbrigðu langlífi og dregur úr heilbrigðiskostnaði.
arcanabio.is/