Álvit

Umhverfisvænni álframleiðsla

Koltjörubik er notað í gríðarlega miklu magni í málmblendi og húðunariðnaði og einnig í fjölmörgum öðrum iðnaði. Koltjörubik er hins vegar unnið úr jarðefnaeldsneyti og leiðir til losunar á krabbameinsvaldandi PAH efnum við hitun og hefur því nú verið bannað innan Evrópusambandsins í flestum tilfellum. Markmið Álvits er að hreinsa upp orkufrekan iðnað og efnaiðnað með því að skipta út krabbameinsvaldandi koltjörubiki út fyrir nýja umhverfisvæna lausn. Álvits teymið hefur áratuga reynslu af rannsóknum og þróun og verið að vinna mikið með orkufrekum iðnað í nýsköpunar- og hringrásarverkefnum. Álvit þróar umhverfisvænt bindiefni í nánu samstarfi við íslensku álverin sem og í samstarfi við alþjóðlega rafskautaframleiðendur og er stefnt að því bindiefnið verði arftaki koltjörubiks í t.d. kragasalla og í rafskautum ál, kísil og annars málmblendiiðnaðar. Bindiefni Álvit er unnið úr endurnýjanlegu hráefni og leiðir ekki til losunar á heilsuspillandi eða krabbameinsvaldandi efnum. Efnið er ekki unnið úr jarðefnaeldsneyti heldur byggir á endurnýjanlegum hráefnum. Ef að koltjörubiki í rafskautum í ál, kísil og kísiljárnframleiðsla er skipt út fyrir umhverfisvæna bindiefni Álvits, þá er hægt að lækka kolefnisspor og koltvíoxíðlosun frá þessum iðnaði vegna afoxun skautsins um a.m.k. 20%.
alvit.is
Stofnað
2020
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.