Alda

Gagnadrifið öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip

Alda er hugbúnaðarlausn og app sem nútímavæðir öryggisstjórnun til sjós með nýsköpun og stafrænum lausnum. Alda hefur frá upphafi verið þróuð í samvinnu við íslenska sjómenn og útgerðir með það að markmiði að gera öryggismál sjómanna eina af grunnstoðum í kísildal íslensks sjávarútvegs. Alda einfaldar allt utanumhald öryggismála til sjós á stafrænan máta og samræmir áherslur í öryggismálum í skipaflota útgerða. Ásamt því að færa öryggismálin nær sjómönnum gegnum snjalltæki og hvetja til aukinnar þátttöku allra um borð með því að setja öryggismálin á fasta dagskrá. Alda stuðlar að aukinni öryggisvitund sjómanna og eflir þannig öryggismenningu um borð í fiskiskipum. Með Öldunni myndast nýr mælikvarði í öryggismálum sjómanna á heimsvísu þar sem hægt er að sýna fram á með gögnum hvað sé gert til að koma í veg fyrir slys á sjó. Alda ehf. var stofnað fjórum frumkvöðlum sem hafa til samans yfir 50 ára reynslu í öryggismálum, nýsköpun og hugbúnaðargerð bæði hér landi og erlendis.
stigaolduna.is/
Stofnað
2022
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
Eitt af tíu félögum í átaki sjóðsins árið 2023
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.