7
.
January
2026

Félög í Frumsjóði 2025 á hádegisfundi

Félögin sem valin voru í fjárfestingaátaki Nýsköpunarsjóðsins Kríu í lok síðasta ár mættu til hádegisfundar hjá sjóðnum í dag.

Markmið fundarins var að mynda tengsl milli félaganna í Frumsjóði 2025, fá endurgjöf frá fjárfestingastjórum NSK og góð ráð fyrir samtöl við fjárfesta. Um er að ræða ellefu félög en eitt af skilyrðum átaksins er að félögin tryggi sér a.m.k. sömu upphæð frá einkafjárfestum.

Jón Ingi Bergsteinsson, stjórnarformaður IceBan, samtökum íslenskra englafjárfesta, hélt tölu um hvernig félög geta nálgast fjárfesta og spratt upp góð umræða varðandi það. Svo gafst fulltrúum félagana tækifæri að spyrja Ingvar Ásmundsson, lögmann hjá Juris, ýmissa spurninga varðandi samningagerð og mikilvæga þætti er kemur að samtölum við fjárfesta.

Virkilega ánægjulegur viðburður í upphafi nýs árs.

Share news
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.