1
.
October
2025

Minna á mikilvægi mynda

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, stofnandi og forstjóri Keeps og Rannveig Grétarsdóttir, eigandi Eldingar sem situr í stjórn Keeps

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, stofnandi og forstjóra Keeps, er í viðtali í nýjasta Viðskiptablaðinu.

Keeps sérhæfir sig i eð einfalda efnisstjórnun gististaða og sér meðal annars um að halda utan um og uppfæra bæði myndir og upplýsingar fyrir hótel til að auka sölu og tryggja vætningastjórnun. Keeps var stofnað árið 2023 og kom inn í eignasafn Nýsköpunarsjóðsins Kríu í fjárfestingaátaki sjóðsins sama ár.

Í viðtalinu greinir Guðrún meðal annars frá því hvernig fyrri störf sín hjá Expedia, Hertz og Guide to Iceland leiddu hana að lausninni. Það er afskaplega tímafrekt að skrá allar upplýsingar um hótel og aðrar ferðaþjónustur ásamt myndum og vörulýsingum í hin ýmsu kerfi og vefsíður. Með Keeps geta hótelin auðveldað sér þessa vinnu þar sem kerfið sér um bæði að halda utan um allar viðeigandi myndir og upplýsingar og deilir þeim áfram á aðrar sölusíður.

Lesa má viðtalið í heild sinni í Viðskiptablaðinu

Share news
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.