31
.
July
2025

Íslenskt tungumálaforrit framarlega í heiminum

Arnar Þór Jensson stofnandi COOORI starfar í Tókýó. mbl.is/Baldur

ViðskiptaMogginn birti nýverið viðtal við Arnar Þór Jensson, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins COOORI. Í viðtalinu segir Arnar fyrirtækið nú þjónusta tugi þúsunda viðskiptavina hjá um 300 fyrirtækjum í Japan. Um er að ræða gervigreindarbúnað sem notaður er við tungumálanám.

ViðskiptaMogginn hitti Arnar Þór í Tókýó á dögunum en tilefnið var þátttaka Íslands á heimssýningunni í Osaka og opinber heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta til landsins. Arnar Þór lauk doktorsnámi í gervigreind árið 2009 og stofnaði nýsköpunarfyrirtækið COOORI árið 2010.

Arnar er búsettur í Japan og getur verið erfitt að koma sér á framfæri þar í landi. Hann ákvað að koma heim til Íslands við stofnun COOORI og taka þátt í nýsköpunarsamkeppninni Gulleggið. Viðskiptaáætluninni var svo vel tekið að COOORI lenti í einu af tíu efstu sætunum og það veitti Arnari aðgang að tengslaneti og hjálpaði honum við að fá fjárfesta en Nýsköpunarsjóðurinn ásamt Ragnheiði og Berglind Jónsdætrum og dr. Eyþór Eyjólfsson lögðu fram fjármagn fyrir alls um 100 milljónir króna.

Fjármagnið gerði Arnari og félögum kleift að þróa áfram japönskukennsluna en bættu þeir um betur og gáfu út app þar sem hægt var að læra grunnfrasa í þrettán tungumálum frá öllum þessum þrettán tungumálum þ.e. kínversku, ensku, taílensku, frönsku, þýsku, ítölsku, japönsku, kóresku, spænsku, íslensku, dönsku, portúgölsku og pólsku. Síðan þá hefur COOORI þróast mikið og hefur Arnar flutt nú alla starfsemina til Japan og fengið líka japanska fjárfesta með sér í lið.

Viðtalið í heild sinni má lesa í ViðskiptaMogganum hér.

Cooori er í eignasafni Nýsköpunarsjóðs og kom sjóðurinn fyrst að fyrirtækinu árið 2011. Cooori er veflausn til tungumálanáms og byggir á áralöngu rannsóknar- og þróunarstarfi við Tokyo Institute of Technology. Cooori býður veflausnir til tungumálanáms sem byggjast á nýjustu tækni í gervigreind, talgreiningu og gagnavinnslu.

Deila frétt
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.