2
.
October
2025

Heilsu-Kría – Nýtt fjárfestingaverkefni á heilbrigðissviði

Á ráðstefnu um nýsköpun í heilbrigðiskerfinu sem fram fór í Grósku 1. október sl. kynnti Logi Einarsson ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla nýtt fjárfestingarverkefni sem Nýsköpunarsjóðurinn Kría (NSK) mun hafa umsjón með. Um er að ræða fjármögnun nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu og heitir verkefnið Heilsu-Kría. Um 300 milljónum króna verður ráðstafað af fyrirliggjandi fjárfestingarheimildum NSK.

Markmiðið að styðja við frumkvöðla á heilbrigðissviði

Markmiðið með Heilsu-Kríu er fjölga tækifærum til nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu og styðja við frumkvöðla sem vinna að lausnum sem geta eflt gæði og skilvirkni íslenska heilbrigðiskerfisins öllum til góða. Undirbúningur að innleiðingu og skipulagi Heilsu-Kríu er þegar hafinn. Nánari upplýsingar um Heilsu-Kríu verða kynntar síðar á árinu og opnað verður fyrir umsóknir í framhaldinu. Í gegnum Heilsu-Kríu mun NSK fjárfesta í fyrirtækjum á heilbrigðissviði gegn mótframlagi einkafjárfesta. Með þessu fyrirkomulagi mun aukinn slagkraftur verða til við að þróa nýjungar í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.

Share news
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.