Sea Thru

Rekjanleiki er framtíðin - Sea Thru er google maps fyrir fiskinn þinn!

Sea Thru er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er að þróa hugbúnaðarlausn fyrir rekjanleika sjávarafurða ásamt því að þróa stafræna lausn fyrir úttektir MSC í vottunarferli þeirra fyrir veiðar á villtum fiski. Um er að ræða sjálfvirka lausn sem tengist beint við kerfi fyrirtækja í virðiskeðjunni og sameinar gögn í rauntíma, frá uppruna til neytanda. Hún veitir framleiðendum, söluaðilum og eftirlitsaðilum gagnsæi og yfirsýn yfir ferðalag sjávarafurðar. Sea Thru er nú þegar með formlega samstarfssamninga við Haga hf., Eðalfang ehf. og Samherja hf. ásamt því að hafa fengið formlega stuðningsyfirlýsingu frá MSC fyrir þróun á stafrænni lausn fyrir úttektir, fyrsta fyrirtækið í heiminum til að fá slíka yfirlýsingu. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið styrki frá Drift EA, SSNE og Tækniþróunarsjóði Rannís. Með lausn Sea Thru geta fyrirtæki verðlagt forskotið sem felst í virðiskeðju sinni og haft beinan hag af því að bjóða vöru sem svarar kalli neytenda um gæði vörunnar og samfélagslega ábyrga hegðun fyrirtækisins. Lausnin gerir jafnframt neytendum kleift að taka upplýsta ákvörðun um hvað þeir kjósa að kaupa með tilliti til uppruna, vinnslu og flutnings matvörunnar og verslunum kleift að koma til móts við þarfir og kröfur viðskiptavina sinna.
seathru.cloud
Founded
2023
The fund’s first involvement
Eitt af 11 félögum í átaki sjóðsins árið 2025
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.