Sea Growth

Frumuræktað fiskmeti, framleitt með sjálfbærri líftækni fyrir öruggar og kolefnisléttar próteinlausnir

a. Sea Growth er líftæknifyrirtæki sem þróar frumuræktað sjávarfang með það að markmiði að skapa heilbrigðar, öruggar og kolefnisléttar fiskafurðir fyrir framtíðina. Við nýtum háþróaðar aðferðir í frumurækt og sjálfbærri framleiðslu til að rækta fiskfrumur sem nýtast í fjölbreyttar afurðir, allt frá hráefni fyrir matvælaiðnað til sérsniðinna próteinlausna. Fiskfrumur, sem upphaflega eru einangraðar úr fiskeggjum, eru ræktaðar í líftönkum þar sem þær vaxa og þroskast yfir í vöðva- og fitufrumur, líkt og í náttúrulegum vexti fisksins. Í þessum líftönkum myndast frumumassi sem er unninn í hágæða neysluvöru eða prótein. Fiskmeti sem framleitt er með þessari aðferð er laust við mengun á borð við kvikasilfur, plastagnir og sýklalyf, efni sem geta verið til staðar í veiddum eða eldisræktuðum fiski. Sérstaða Sea Growth felst í íslenska umhverfinu, aðgangi að hreinni endurnýjanlegri orku, djúpri þekkingu á sjávarútvegi og öflugu neti rannsóknarstofnana og samstarfsaðila sem hraða nýsköpun og tryggja gæði ferlisins. Með náinni samvinnu við lykilaðila innanlands og erlendis vinnum við að lausn sem dregur úr álagi á hafið og styrkir framtíðaröryggi próteina. Markmið okkar er að mæta vaxandi þörf neytenda og matvælaiðnaðar fyrir öruggar, stöðugar og umhverfisvænar próteinuppsprettur sem styðja við sjálfbærari matvælaframleiðslu.
Seagrowth.bio
Founded
2024
The fund’s first involvement
Eitt af 11 félögum í átaki sjóðsins árið 2025
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.