Pikkoló
Nútíma kaupmaður á horninu
Pikkoló er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun á sjálfbæru dreifikerfi sem tengir matvöruverslanir á netinu við kældar afhendingastöðvar sem staðsettar eru í nærumhverfi fólks. Meginmarkmið Pikkoló er að allir geti nálgast fjölbreyttar og ferskar matvörur í nærumhverfi sínu með einföldum, ódýrum og umhverfisvænum hætti. Matvöruverslun á netinu er í stöðugum vexti og býður upp á mörg tækifæri til þess að einfalda fólki lífið þegar kemur að matarinnkaupum fyrir heimili. Síðasti spölur heimsendinga (e. Last mile delivery) er aftur á móti kostnaðarsamur fyrir fyrirtæki sem bjóða upp á heimsendingar á ferskvörum þar sem gríðarlega erfitt er að skala upp slíka þjónustu með sjálfbærum hætti. Pikkoló hefur þegar sett upp fimm Pikkoló stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og hefur lausnin reynst einstaklega vel fyrir þjónustur eins og Eldum Rétt, Krónuna og aðila sem selja beint frá býli þar sem afhenda þarf mikinn fjölda ferskra afurða á stuttum tíma. Sífellt fleiri viðskiptavinir velja nú að sækja matarinnkaupin í kældar Pikkoló-stöðvar í sínu nærumhverfi í stað þess að fá heimsent. Með lausn Pikkoló þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af því að binda sig heima til að taka á móti pöntunum, heldur geta nú nálgast þær í næstu Pikkoló-stöð þegar þeim hentar.
Pikkolo.is/