Knittable
Glæðir hugmyndirnar þínar lífi, og prjónana líka
Knittable (Lykkjustund ehf.) er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar stafræna lausn til að gera sköpun í prjóni frjálsa og einfalda. Knittable býður upp á sveigjanleg verkfæri fyrir hönnun á peysum, vettlingum, sokkum og húfum, sem notandinn getur notað til að raungera hugmyndir sínar á einfaldan og skemmtilegan hátt. Stefna Knittable er að gera prjónara sjálfstæðari á öllum stigum prjónsins með því að sameina þaulreynd reiknirit sín og gervigreind til að umbylta ferlinu frá hugmynd að tilbúinni flík enn frekar. Ofan á það verður byggt upp samfélag þar sem prjónarar geta deilt og selt hannanir sínar, keypt garn í verkefni og tengst hvert öðru. Fyrirtækið var stofnað af Nönnu Einarsdóttur, MSc í rafmagnsverkfræði, og Renötu Blöndal, MBA og MSc í iðnaðarverkfræði.
knittable.com