Kaldur Therapeutics

KALDUR therapeutics vinnur að þróun lífmerkja og nýrra lyfjaafleiða til að draga úr taugaskaða hjá sjúklingum sem verða fyrir súrefnisskorti til heila eftir hjartastopp, súrefnisskort við fæðingu og önnur áföll.

Við hjartastopp, drukknun eða súrefnisskort í fæðingu er hætta á alvarlegum taugaskaða sem litar líf þess sem verður fyrir honum og nánustu fjölskyldu varanlega. Til að draga úr taugaskaðanum er kælimeðferð gjarnan beitt á gjörgæsludeild og nýburagjörgæsludeild. Slík meðferð er flókin og kostnaðarsöm svo einungis brotabrot þeirra sjúklinga sem verða fyrir súrefnisskorti (yfir 7 milljón manns á ári á heimsvísu) nýtur meðferðarinnar Sérfræðingarnir hjá KALDUR therapeutics hafa mikla þekkingu á erfðafræði kælisvarsins í gegnum áralangar rannsóknir á því á tilraunastofu Hans Tómasar Björnssonar við HÍ og Johns Hopkins háskólasjúkrahúsið. Þeir hafa þróað skimkerfi sem leyfir þeim að gera lyfjaprófanir og meta þannig hvaða lyf geta ræst kælisvarið. Kælimeðferð sem ræsir náttúrulegt ferli í frumum sem talið er miðla verndandi áhrifum þess við súrefnisskort Markmið félagsins er að þróa lífmerki sem leyfir þeim að meta ræsingu kælisvarsins í mönnum og nýta þekkingu og skimkerfi til að þróa lyfjameðferð sem leyfir þeim að ræsa kælisvar án þess að kæla líkamann - og draga með því úr taugaskaða sjúklinga eftir hjartastopp og súrefnisskort.
kaldur.org
Founded
2024
The fund’s first involvement
Eitt af 11 félögum í átaki sjóðsins árið 2025
Útganga Nýsköpunarsjóðs
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.