Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Varaformaður stjórnar

Heiðrún Lind er með meistaragráðu frá lagadeild Háskólans í Reykjavík 2007. Sama ár öðlaðist hún réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi. Heiðrún hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Heiðrún er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en hún starfaði áður sem lögmaður á LEX lögmannsstofu frá 2006 og var í hluthafahópi fyrirtækisins frá 2012-2016. Hún hefur einnig sinnt kennslustörfum við lagadeild Háskólans á Bifröst á sviði samkeppnisréttar og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík á sviði verðbréfamarkað- og félagaréttar, auk þess að hafa komið að kennslu á námskeiði til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi.

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.