Pay Analytics

Hugbúnaður sem gerir launagreiningar og lokar launabilum

PayAnalytics er hugbúnaðarlausn sem gerir mannauðsstjórum og stjórnendum kleift að framkvæma launagreiningar og ráðast á launabil kynjanna með aðgerðaráætlun og kostnaðargreiningu. Hugbúnaðurinn sýnir þér hvaða áhrif nýráðningar, tilfærslur í starfi og launahækkanir hafa á launabilið og hjálpar þér að skilja launastrúktúr fyrirtækisins betur. Lausn PayAnalytics spratt upp úr þörf hjá stóru fyrirtæki, sem hafði komist að því að hjá því væri verulegur launamunur. Fyrirtækið einsetti sér að ná launamuninum niður en ári síðar þegar mæling var gerð aftur kom í ljós að enginn breyting hafði orðið á. Fyrirtækið komst því að þeirri niðurstöðu að góður ásetningur væri ekki nóg og að beita þyrfti markvissum gagnadrifnum aðferðum. PayAnalytics var því svarið og bjóða þau upp á greiningartól fyrir launagögn sem hjálpa fyrirtækjum að mæla og í framhaldinu loka sínu launabili. PayAnalytics var stofnað af Dr. Margréti Vilborgu Bjarnadóttur, Dr. David Anderson, Sigurjóni Pálssyni og Garðari Haukssyni.
payanalytics.com
Stofnað
2018
Fyrsta aðkoma Nýsköpunarsjóðs
2020
Útganga
Ég held að það sé alltaf gæðastimpill að fá inn fjármagn
Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður Pay Analytics
No items found.
Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.