„Við gátum nú komið vörunni hraðar út á markað“

Kristinn Aspelund
framkvæmdastjóri Ankeri Solutions
Ankeri

Viskubrunnur

22
.
August
2025

Startup Landið - nýr viðskiptahraðall

12
.
August
2025

Mikilvægt að nýsköpunarfyrirtæki tryggi hugverk sín

7
.
August
2025

Opið fyrir tilnefningar í Vaxtarsprotann 2025

Eignasafn

Nýsköpunar­sjóðurinn Kría

Stuðningur sjóðsins tekur mið af fjárfestingarmöguleikum á markaði og veitir stuðning á sviðum þar sem þörfin fyrir opinberan stuðning er mest hverju sinni.
Sjóðurinn hefur hæfilega arðsemi að leiðarljósi án þess þó að vera í beinni samkeppni við þá fjárfesta sem fyrir eru, þegar nægilegt framboð á fjármagni er til staðar. Einnig er stefnt að því að auka samfellu í opinberum stuðningi til nýsköpunarfyrirtækja.

Sjóðurinn styður einnig við alþjóðleg samstarfsverkefni stjórnvalda á sviði fjárfestinga og nýsköpunar eftir því sem við á , svo sem fjármögnunarverkefni á vegum Samstarfsáætlunar Evrópusambandsins.

Sjóðnum er heimilt að fjárfesta í sjóðum, veita breytanleg lán og fjárfesta beint í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum eða veita annars konar fjármögnun sambærilegt við það sem þekkist í alþjóðlegu fjármögnunarumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.
Meira um sjóðinn

Sígrænar fjárfestingar

Sjóðurinn hefur fjárfest fyrir allt að 25 milljarða króna á núvirði í fyrirtækjum og verið öðrum fjárfestum hvatning til þátttöku í þeim.

Öflug félög hafa orðið til

Mörg stór og öflug félög sóttu sína fyrstu fjármögnun til sjóðsins.

Sterkt eignasafn

Nýsköpunarsjóðurinn Kría tekur virkan þátt í þróun félaga í eignasafni sínu.

Brúar bilið til annarra fjárfesta

Sjóðurinn er ekki í samkeppni við aðra fjárfesta heldur stuðlar að því að brúa bilið og hvetja til meðfjárfestinga.

Áhersla sjóðsins

Sjóðurinn leggur áherslu á stuðning þar sem þörfin er mest hverju sinni og skilgreina má sem markaðsbrest án þess þó að vera í beinni samkeppni við þá fjárfesta sem fyrir eru. Sjóðurinn skal hafa hæfilega arðsemi að leiðarljósi. Í öllum verkefnum er horft til þess að auka samfellu í opinberum stuðningi til nýsköpunarfyrirtækja.

Í beinum fjárfestingum er horft til sprota- og nýsköpunarfyrirtækja sem samkvæmt skilgreiningu laganna á við um fyrirtæki sem er ekki rótgróið, er á fyrstu stigum vaxtar, telst vera lítið og hefur þróun ákveðinna viðskiptahugmynda að meginstarfsemi.

Nýsköpunarsjóður er í tvenns konar fjárfesitngumn. Annars vegar fjárfestingar í sjóðum þar sem sjóðurinn fjárfestir í sjóðum sem sérhæfa sig í fjárfestingum í sprotafyrirtækjum s.s. vísi sjóðum og sérðhæfðum fjárfestingasjóðum. Hins vegar er sjóðurinn einnig í beinum fjárfestingum en sá hluti er skilgreindur sem sígrænn og hefur ekki afmarkaðan fjárfestingartíma.  

Ferlið

1

Fundur

2

Skoðun

3

Ákvörðun

4

Úttekt

5

Fjárfesting

6

Eftirfylgni

7

Útganga

Aðild

Með því að smella á „samþykkja“ gefur þú leyfi fyrir því að vefkökur séu vistaðar í tækinu þínu til þess að bæta virkni vefsíðu og greina notkun vefsíðunnar.